Ætlar sér að þreyja þorra og góu

Birna Berg Haraldsdóttir í leik með Arhus.
Birna Berg Haraldsdóttir í leik með Arhus. Ljósmynd/EmilKaufmann

Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður Aarhus United, var valin í lið 18. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór um síðustu helgi.

Hún lék afbragðsvel þrátt fyrir erfið meiðsl í hné og skoraði 6 mörk þegar Árósaliðið vann Ringkøbing, 24:20, á heimavelli. „Ég næ ekki að æfa á fullu og það tekur mig tvo til þrjá daga að jafna mig og ná bólgum úr hnénu niður eftir leiki,“ sagði Birna Berg í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hefur leikið mikið með Árósaliðinu í síðustu þremur leikjum þrátt fyrir erfið meiðsli en í byrjun árs byrjun rifnaði bæði innri og ytri liðþófi í öðru hné hennar. Hún segir þetta spurningu um að þreyja þorrann og góuna.

„Ég er því miður ekki betri i hnénu en næ að leika en sleppi að mestu að æfingum. Núna eru fjórir leikir eftir í deildinni og fyrir mig er þetta bara spurning um að klára þessa leiki, gleypa voltaren þangað til ég fer í aðgerð öðrum hvorum megin við páska,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir handknattleikskona.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert