Tumi og Mykhailiutenko sleppa við bann

Tumi Steinn sækir að vörn ÍR-inga í gær.
Tumi Steinn sækir að vörn ÍR-inga í gær. mbl.is//Hari

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Aftureldingar, og Leonid Mykhailiutenko, leikmaður Akureyrar, fengu báðir útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leikjum með liðum sínum í Olísdeild karla í handknattleik í gær en hvorugur þeirra fer í leikbann.

Aganefnd HSÍ tók málin fyrir á fundi í dag og í niðurstöðu hennar segir:

Tumi Steinn Rúnarsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og ÍR í mfl. ka. þann 17.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Leonid Mykhailiutenko leikmaður Akureyrar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Akureyrar og Selfoss í mfl. ka. þann 17.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Sylvía Björt Blöndal, leikmaður FH, var hins vegar úrskurðuð í eins leiks bann. Í úrskurði í hennar máli segir:

Sylvía Björt Blöndal leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu eftir leik FH og HK U í mfl. kv. þann 14.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10a. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka