Halldór Harri tekur við HK

Halldór Harri Kristjánsson hefur starfað hjá HK í vetur og …
Halldór Harri Kristjánsson hefur starfað hjá HK í vetur og tekur nú við kvennaliði félagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Harri Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik frá og með komandi sumri en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið.

Hann tekur við af Vilhelm Gauta Bergsveinssyni.

Halldór Harri þjálfaði áður kvennalið Stjörnunnar og Hauka, sem og norska félagið Molde, en hann hefur í vetur þjálfað ungmennalið kvenna og 3. flokk kvenna hjá HK.

HK er í sjöunda sæti af átta liðum í Olísdeild kvenna þegar þremur umferðum er ólokið, er tveimur stigum á eftir Stjörnunni, og ef liðið endar þar fer það í umspil um áframhaldandi sæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert