Þetta er skemmtilegast svona

Andri Sigmarsson Scheving átti mjög góðan leik.
Andri Sigmarsson Scheving átti mjög góðan leik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Þetta er skemmtilegast svona. Jafnt og hörkuleikur,“ sagði afar kátur Andri Sigmarsson Scheving, markmaður Hauka, í samtali við mbl.is eftir 30:26-sigur á Val í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í kvöld. 

„Við skoruðum meira og svo náðum við að loka vörninni og markvarslan okkar kom. Ég er mjög ánægður, við spiluðum vel og það var flott vörn fyrir framan mig,“ sagði Andri sem var besti maður leiksins með 17 varin skor, þar af þrjú víti. 

Andri er sannkallaður vítabani og skoruðu Valsmenn aðeins úr einni af fjórum tilraunum á vítalínunni. Hann segir lykilinn að því að verja víti vera einfaldan. 

„Horfa á boltann og reyna að verja, ég er ekkert sérstaklega að taka menn á taugum. Það er rosalega gott að komast áfram í átta liða úrslitin,“ sagði Andri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert