Læti í Grikklandi – búnir að fá sögur frá Arnari

Benedikt Gunnar Óskarsson og samherjar hans hjá Val eiga von …
Benedikt Gunnar Óskarsson og samherjar hans hjá Val eiga von á óblíðum móttökum í Grikklandi. mbl.is/Óttar Geirsson

Karlalið Vals í handbolta mætir Olympiacos frá Grikklandi í úrslitum Evrópubikarsins og fer fyrri leikurinn fram á Hlíðarenda klukkan 17. 

Seinni leikurinn verður leikinn í Aþenu eftir viku og má búast við miklum látum í blóðheitum stuðningsmönnum gríska félagsins.

Arnar Grétarsson þjálfari karlaliðs Vals lék með AEK í Aþenu og var síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá sama félagi. Hann þekkir því vel til íþróttalífsins í Grikklandi.

„Við erum búnir að fá nokkrar sögur frá Arnari. Mestu lætin eru þegar AEK mætir Olympiacos. Þeir skiptu um höll og spila í stærri höll. Þeir eru í úrslitum í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum.

Vonandi mæta þeir allra hörðustu. Það er enn meira gaman að spila þá og er reynsla fyrir mína gaura. Þeir eru mjög blóðheitir og mikil stemning á pöllunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert