Framarar styrkja sig

Erlendur Guðmundsson hefur samið við Fram.
Erlendur Guðmundsson hefur samið við Fram. Ljósmynd/Fram

Handknattleiksmaðurinn Erlendur Guðmundsson hefur samið við Fram um að leika með liðinu næstu þrjú ár. Kemur hann frá Víkingi úr Reykjavík, þar sem hann lék undanfarið hálft ár.

Erlendur er 22 ára gamall línu- og varnarmaður sem er alinn upp hjá Val. Einnig hefur hann leikið með AGF í Danmörku.

„Erlendur kom sterkur inn í Olísdeildina og sýndi styrk sinn með Víkingi svo tekið var eftir.

Ég er viss um að Erlendur falli vel inn í hópinn og komi til með að styrkja lið Fram,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert