Sá fimmti leikjahæsti í sögunni

Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Már Sævarsson er landsleikjahæstur íslensku leikmannanna sem skipa 23 manna hópinn fyrir HM í Rússlandi.

Birkir er 33 ára gamall, fæddur 11. nóvember 1984, og lék með Val frá unga aldri. Hann spilaði með meistaraflokki félagsins frá 2003 til 2008, síðan með Brann í Noregi frá 2008 til 2014 og með Hammarby í Svíþjóð næstu þrjú ár, en sneri aftur til Vals í vetur. Birkir hefur leikið samtals 323 deildaleiki með þessum liðum, 312 þeirra í efstu deild.

Birkir hefur leikið 78 A-landsleiki og skorað eitt mark, og er fimmti leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, í undankeppni EM, og skoraði sitt eina landsliðsmark í vináttuleik gegn sömu þjóð á Laugardalsvellinum í júní 2016, rétt fyrir EM í Frakklandi.

Birkir, sem spilar ávallt stöðu hægri bakvarðar, lék alla fimm leiki Íslands á EM í Frakklandi og í 90 mínútur í þeim öllum.

Þetta er hluti af niðurtalningu Morgunblaðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert