Þjóðverjar eiga von á refsingu frá FIFA

Hansi Flick á fréttamannafundinum þar sem hann mætti einn fyrir …
Hansi Flick á fréttamannafundinum þar sem hann mætti einn fyrir hönd þýska liðsins. AFP/Ina Fassbender

Þýska knattspyrnusambandið má eiga von á refsingu frá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, eftir að Hansi Flick þjálfari þýska landsliðsins mætti aleinn á fréttamannafund daginn fyrir leik liðsins gegn Spánverjum.

Samkvæmt reglum FIFA eiga öll liðin í lokakeppni HM í Katar að senda bæði þjálfara og leikmann á fréttamannafund daginn fyrir leik.

Flick sagði aðspurður fyrir fundinn að hann hefði ekki getað boðið leikmanni upp á slíkt ferðalag innan við 30 tímum fyrir leik en um 100 kílómetrar eru frá liðshóteli Þjóðverja að alþjóðlegu fréttamannamiðstöðinni í Doha þar sem fréttamannafundirnir eru haldnir.

Þýska knattspyrnusambandið hafði reynt að fá fundinn færðan yfir á hótel þýsku fréttamannanna í Al-Shamal en FIFA hafnaði því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka