Notar myndskeið af Wales fagna sigri Íslands á Englandi

Leikmenn Wales fagna sigri Íslands á Engalndi í 16-liða úrslitum …
Leikmenn Wales fagna sigri Íslands á Engalndi í 16-liða úrslitum EM 2016. Ljósmynd/Skjáskot @101greatgoals

„Ég get ekki sagt að við höfum ekki orðið varir við það,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, um myndskeið af landsliðsmönnum Wales þegar þeir fögnuðu ógurlega þegar Ísland sendi England heim úr 16-liða úrslitum EM í Frakklandi árið 2016.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Gareth Southgate, hyggist nota myndskeið af sem hvatningu fyrir lið sitt í aðdraganda lokaleiks liðanna í B-riðli heimsmeistaramótsins.

„Við hlökk­um til leiks­ins, and­rúms­loftið verður frá­bært. Við þurf­um að ná upp sama anda og Wales og ég verð svekkt­ur ef við ger­um það ekki. Þetta er granna­slag­ur og and­rúms­loftið verður sér­stakt.“

Leik­ur Wales og Eng­lands hefst klukk­an 19 í kvöld. Mbl.is fylg­ist vel með og fær­ir ykk­ur það helsta í beinni texta­lýs­ingu.

Gareth Southgate
Gareth Southgate AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert