Dagskipunin er sigur

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

Gott ástand er leikmannahópi íslenska landsliðsins nú þegar fjórði leikur þess á heimsmeistaramótinu í handknattleik stendur fyrir dyrum en íslenska liðið glímir við japanska landsliðið í dag í Ólympíuhöllinni í München.

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði í gær að ekki væri útlit fyrir annað en hann tefldi fram sömu sextán leikmönnum í leiknum í dag, sem hefst klukkan 14.30 og hafa tekið þátt í fyrstu þremur leikjum mótsins. Haukur Þrastarson verður þar með áfram á meðal áhorfenda.

Guðmundur segist hafa náð að dreifa leiktímanum nokkuð vel á milli leikmanna sinna fram til þessa. Þess vegna væru menn enn nokkuð ferskir þótt stutt væri á milli leikja og tíminn til þess að jafna sig af skornum skammti.

Íslenska landsliðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til þess að eiga möguleika á sæti í milliriðlakeppni mótsins. Eftir leikinn í dag tekur við lokaleikur riðlakeppninnar við landslið Makedóníu síðdegis á morgun. „Við einbeitum okkur alveg að leiknum við Japan áður en kemur að viðureigninni við Makedóníu,“ sagði Guðmundur Þórður sem vill taka einn leik fyrir í einu. Hann neitaði því þó ekki að hafa farið yfir lið Makedóníu í aðdraganda mótsins.

Verður að leggja allt í sölurnar

Japanska landsliðið stóð hressilega í Evrópumeisturum Spánar í fyrrakvöld. Það tapaði aðeins með fjögurra marka mun, 26:22, eftir að hafa haft yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Guðmundur Þórður sagði þá viðureign vera enn eina sönnun þess að japanska landsliðið væri í hraðri framför. Þess vegna væri nauðsynlegt að leggja allt í sölurnar strax frá upphafi í dag því án íslensks sigurs væri vonin um sæti í milliriðlakeppnin orðin harla veik.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert