Ekkert alvarlegt hjá Ólafi

Ólafur í baráttu við Spánverjann Eduardo Gurbindo Martinez.
Ólafur í baráttu við Spánverjann Eduardo Gurbindo Martinez. AFP

Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist á ökkla snemma í viðureigninni við Barein í fyrradag og fór af leikvelli. Kom hann ekkert meira við sögu. Meiðslin eru ekki svo alvarleg að hann getur ekki tekið þátt í leiknum við Japan í dag.

Ólafur bar sig vel í gær þegar Morgunblaðið hitti hann að máli á hótelinu sem íslenska landsliðið býr á í München meðan það tekur þátt í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.

„Ég missteig mig og hefði getað haldið áfram ef brýn nauðsyn hefði verið til. Ég lét það í hendurnar á sjúkraþjálfaranum að meta stöðuna og niðurstaðan var sú að ég tók ekki meira þátt í leiknum. Þetta er ekki alvarlegt og ég verið klár í leikinn við Japana,“ sagði Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handknattleik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert