Spennuleikur á HM 2017 (myndskeið)

Aron Pálmarsson sækir að vörn Makedóníu á HM 2017.
Aron Pálmarsson sækir að vörn Makedóníu á HM 2017. Ljósmynd/Robert Spasovski

Ísland og Makedónía mættust í æsispennandi leik á HM í handbolta í Metz í Frakklandi fyrir tveimur árum en þá eins og nú var það leikur í lokaumferð riðlakeppninnar.

Leiknum í Metz lyktaði með jafntefli 27:27 sem dugði íslenska liðinu til að komast áfram en tap hefði þýtt að liðið hefði þurft að spila um Forsetabikarinn. Ekki var spilað í milliriðlum á HM fyrir tveimur árum heldur var farið beint í 16-liða úrslit.

Mótherjar Íslendinga í 16-liða úrslitunum voru Frakkar sem höfðu betur 31:25 að viðstöddum 28 þúsund áhorfendum á knattspyrnuleikvangi Lille sem var breytt í keppnishöll.

Íslandi nægir jafntefli gegn Makedóníu í dag til að tryggja sér sæti í milliriðli en flautað verður til leiks í München klukkan 17.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá glefsur úr æsispennandi leik Íslands og Makedóníu fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert