Úrslitaleikir eru skemmtilegastir

Ólafur Andrés Guðmundsson í kröppum dansi í leiknum við Spánverja …
Ólafur Andrés Guðmundsson í kröppum dansi í leiknum við Spánverja á HM. AFP

„Það skemmtilegasta sem maður gerir er að taka þátt í úrslitaleikjum. Ég er strax orðinn spenntur,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, spurður út í viðureignina við Makedóníumenn í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu  sem fram fer í dag í Ólympíuhöllinni og hefst kl. 17.

Sigurliðið fer áfram í riðlakeppnina en að vísu nægir íslenska liðinu jafntefli vegna þess að liðið hefur betri markatölu standi liðin jöfn að stigum. 

„Makedóníumenn leika nær undantekningarlaust með sjö sóknarmenn. Þar af eru tveir línumenn. Sóknarmennirnir eru klókir. Við verðum að leggja mikið í undirbúninginn svo við verðum með okkar hlutverk á hreinu. Ég veit að þeir sem vinna að leikgreiningu fyrir okkur verða með allt á hreinu enda fáir betri í því hlutverki.  Síðan verðum við leikmenn að hugsa vel um okkur fram að leik og mæta ferskir en grimmir til leiks,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir sigurleik Íslands á Japan í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert