Danir tóku stórt skref - Patrekur tapaði

Mikkel Hansen var enn og aftur sterkur.
Mikkel Hansen var enn og aftur sterkur. AFP

Danir tóku stórt skref í áttina að undanúrslitum á heimsmeistaramóti karla í handbolta með 25:22-sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld. Danir náði yfirhöndinni snemma leiks og héldu út öruggu forskoti allan leikinn. 

Danir eru efstir í milli riðli 2 með sex stig, eins og Svíþjóð. Með sigri á Egyptalandi í næsta leik gulltryggja Danir sér sæti í undanúrslitum. Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Zoltan Szita var markahæstur Ungverja með fimm mörk. 

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Austurríki leika við Aron Kristjánsson og lærisveina hans í Barin um 19. sætið. Austurríki tapaði fyrir Argentínu í kvöld, 24:22 og er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. 

Sebastian Frimmel skoraði átta mörk fyrir Austurríki og Federico Fernandez gerði sex fyrir Argentínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert