Tindastóll á sigurbraut á ný

Helgi Rafn Viggósson skoraði sex stig og tók átta fráköst …
Helgi Rafn Viggósson skoraði sex stig og tók átta fráköst gegn ÍR í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð komst Tindastóll á sigurbraut á ný í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld eftir sigur á ÍR á Króknum, 84:78. 

Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn og voru yfir eftir fyrsta hluta, 22:13. ÍR var aldrei langt undan og í hálfleik munaði fimm stigum, staðan 38:33.

ÍR-ingar reyndu að vinna niður forskotið en þeirra hlutskipti var að elta á meðan Stólarnir héldu haus. Sex stiga sigur þeirra staðreynd, 84:78, og mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Antonio Hester fór fyrir Stólunum með 22 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 fyrir ÍR.

Tindastóll er með 20 stig í öðru til þriðja sæti og jafnaði Stjörnuna að stigum þar sem toppliðið tapaði fyrir Njarðvík. KR er þar á undan með tveggja stiga forskot á toppnum. ÍR er í 9. sæti með 12 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu þeirra Ragnars Ágústssonar og Hákons Inga Rafnssonar frá Sauðárkróki.

40. Leik lokið, lokatölur 84:78. 

Björgvin Hafþór með flott áhlaup og setur niður flottan tvist. Matthías Orri með gott frákast og leggur boltann upp og fær villu eftir langan þrist frá Hankins- Cole. Tindastóll tekur langa sókn sem endar með að Helgi Freyr setur mikilvægan þrist þegar 11 sekúndur eru eftir. Lokastaða 84:78 Tindastól í vil. Flottur leikur hjá báðum liðum.

39. Staðan er 77:70. Pétur stelur boltanum og skorar eftir hraðaupphlaup og ÍR tekur leikhlé þegar um það bil 4 mínútur eru eftir af leiknum. Sveinbjörn keyrir inn setur skotið og fær villu með. ÍR tekur leikhlé í stöðunni 77:70 Þegar 1 mínúta og 40 sekúndur eru eftir.

33. Staðan er 69:62. Tindastóll byrjar 4 leikhluta af krafti þar sem skotklukka ÍR rann út. Hester kemur inn fyrir Helga Rafn þegar 3 mínútur eru búnar af 4 leikhluta. Hankins- Cole meiddist á úlnlið en er áfram inná. ÍR spilar flotta vörn og skotklukka Tindastóls rennur út. Staðan er 69:62 og 4 mínútur eftir

30. Þriðja leikhluta lokið, staðan er 59:54. 

Viðar Ágústson með gott áhlaup og fær 2 skot og er kominn með 9 stig. Hankins-Cole er með 4 villur þegar um það bil 4 mínútur eru eftir af 3 leikhluta. Sæþór Elmar kemur inn fyrir Daða Berg þegar 3 mínútur eru eftir. Mikið af villum í þessum leik þar sem samtals er Tindastóll með 19 villur og ÍR með 22 þegar 1 mínúta er eftir að 3 leikhluta. Leikhlé hjá ÍR þegar 1,7 sek er eftir. Stigahæstir eftir 3 leikhluta eru Hester með 16 stig og Matthías Orri með 19 stig. Staðan eftir 3 leikhluta er 59:54.

23. Staðan er 47:37. Það eru sömu byrjunarlið og byrjuðu leikinn í 3 leikhluta. Hester byrjar leikhlutann af krafti með kraftmikla troðslu. Hálfri mínútu seinna setur Hester niður skot og fær villu með en Hjalti er kominn þá með 3 villur. Hester er kominn með 4 villur þegar 7 mínútur eru eftir af 3 leikhluta. 

20. Hálfleikur, staðan er 38:33. 

Hákon Örn setur niður flottan tvist yfir Pálma Geir og Björgvin Hafþór. Pálmi fer útaf fyrir Svavar Atla. Antonio Hester blokkar Matthías Orra þegar hann fer upp í sniðskot flott tilþrif. Tindastóll tekur leikhlé þegar það eru um það bil 3 mínútur eftir. ÍR setur mikla pressu á Tindastól þegar þeir taka boltann upp völlinn en það gengur ekki að stela. Daði Berg kemur inn fyrir Sveinbjörn þegar það eru 2 mínútur eftir. ÍR tekur leikhlé þegar 36 sekúndur eru eftir.  Tindastóll tekur leikhlé þegar það eru 20 sekúndur eftir af 2 leikhluta.  Tindastóll skiptir Hester út fyrir Pálma Geir þegar það eru 3 sekúndur eftir. Staða í hálfleik 38:33 Tindastól í vil. Hester er með 11 stig og 8 fráköst en Matthías er með 11 stig og er með flestu fráköst ÍR og þau eru 4 talsins.

Í hálfleik eru 3 ÍR-ingar með 3 villur og það eru Hákon Örn, Sveinbjörn Claessen og Hankins-Cole. En á meðan Viðar Ágústsson er með 3 hjá Tindastól.

14. Staðan er 32:21. Þegar 2 mínútur eru búnar af 2 leikhluta er Tindastóll að setja mikla pressu á ÍR. ÍR tekur Sigurkarl útaf og inn fer Sæþór Elmar. Antonio Hester er kominn með 8 stig og 5 fráköst eftir 4 mínútur af 2 leikhluta. Hankins-Cole fer ekki sáttur útaf með 3 villur. 

10. Fyrsta leikhluta lokið, staðan er 22:13. Tindastóll er með slaka vítanýtingu og það brotið er á Björgvin Hafþór og Tindastóll er komið í bónus. Trausti Eiríksson kemur inná fyrir Hjalta. 22:13 eftir 1 leikhluta stigahæstir eru Pálmi Geir með 7 stig og Matthías með 7 stig líka.

5. Staðan er 15:7. ÍR tekur leikhlé í miðjum 1 leikhluta. Viðar fer útaf og Hannes kemur inn meðan Hester skýtur víti. Hákon Örn kemur inn fyrir Daða Berg. Christopher Caird hittir skoti og fær víti. Matthías Orri setur langann þrist og Hákon Örn stelur bolta og ÍR fer aftur í sókn.

3. Staðan er 5:0. ÍR vinnur uppkast, lítið skorað fyrst 3 mínúturnar. Tindastóll að vinna 5:0.

1. Leikurinn er hafinn. 

Byrjunarlið Tindastóls:

Nr. 15 Antonio Hester
Nr. 12 Viðar Ágússton
Nr. 14 Helgi Rafn Viggóson
Nr. 13 Christopher Caird
Nr. 7 Pétur Rúnar Birgisson

Byrjunarlið ÍR:

Nr. 8  Matthías Orri
Nr.12 Hjalti Friðriksson
Nr. 5 Daði Berg Grétarsson
Nr. 23 Quincy Hankins- Cole
Nr. 10 Sveinbjörn Claessen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert