Þreföld tvenna hjá LeBron

LeBron James var í stuði í nótt gegn New York …
LeBron James var í stuði í nótt gegn New York Knicks í Stóra Eplinu. AFP

NBA-deildin í körfuknattleik hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikfríið þegar sex leikir fóru fram. LeBron James var í stuði fyrir Cleveland og gerði þrefalda tvennu í 119:104 sigri liðsins á New York Knicks.

James setti niður 18 stig, tók 13 fráköst og átti heilar 15 stoðsendingar og náði þar með sinni sjöttu þreföldu tvennu á tímabilinu og þeirri 48. á ferlinum. Stigahætur í liði Cleveland var hins vegar Kyrie Irving með 23 stig.

Cleveland hefur nú unnið New York 10 sinnum í röð og unnið 8 af síðustu 9 leikjum sínum en liðið er í toppsæti austurdeildarinnar með 40 sigra, þremur meira en Boston Celtics. New York hefur 23 sigra í 12. sæti.

Úrslit næturinnar:

Orlando - Portland 103:112

Detroit - Charlotte 114:108

New Orleans - Houston 99:129

Cleveland - New York Knicks - 119:104

Golden State - LA Clippers 123:113

Sacramento - Denver 116:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert