Keflavík endurtók leikinn gegn Haukum

Úr leik Keflavíkur og Hauka í kvöld. Emelía Ósk Gunnarsdóttir …
Úr leik Keflavíkur og Hauka í kvöld. Emelía Ósk Gunnarsdóttir úr Keflavík með boltann. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík og Haukar mættust í 24. umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld þar sem Keflavík hafði betur, 82:61.

Liðin áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrir skömmu þar sem að Keflavík hafði betur. Það var því harma að hefna fyrir Hauka.  Leikurinn hófst með látum, sterkur varnarleikur hjá liðunum en Keflavík þó ávallt skrefinu á undan og var yfir í hálfleik 37:30.

Þrátt fyrir fína baráttu og ákefð í leik Hauka þá höfðu þær ekki það sem uppá vantaði þetta kvöldið til að ná sigri.  Keflavík hélt muninum í þessum 5 til 8 stigum megnið af leiknum. Þegar um 6 mínútur voru til loka leiks gerðu Haukar sig seka um óíþróttamannslega villu og úr þeirri sókn skoruðu Keflavík heil 5 stig og komu sér í forskot sem Haukar náðu aldrei að brúa.

Í raun vendipunktur leiksins og þrátt fyrir frábæra baráttu til loka leiks áttu Haukar ekki svar við leik Keflavíkur að þessu sinni. Lokatölur 82:61.

Þóra Kristín Jónsdóttir leiddi Hauka með 15 stig en stigaskor Keflavíkur dreifðist vel og vandlega en þeirra stigahæst í kvöld var Erna Hákonardóttir með 14 stig. Keflavík heldur því sínu striki í toppbaráttunni og er með 36 stig en Haukar eru í sjöunda og næstneðsta sæti með 12 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Keflavík 82:61 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert