Westbrook og félagar í sumarfrí

Stjörnurnar Russell Westbrook í liði Oklahoma og James Harden hjá …
Stjörnurnar Russell Westbrook í liði Oklahoma og James Harden hjá Houston hafa útkljáð uppgjör sitt. AFP

Russell Westbrook og félagar hans hjá Oklahoma City Thunder eru úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir tap fyrir Houston Rockets, 105:99, í fjórðu viðureign liðanna. Houston fer áfram í undanúrslit, samanlagt 4:1.

Það má með sanni segja að Westbrook hafi þó kvatt með stæl, en hann skilaði 47 stigum, 11 fráköstum og gaf níu stoðsendingar. James Harden hjá Houston, sem einnig hefur farið á kostum í vetur, skoraði 34 stig.

San Antonio Spurs er svo komið yfir í einvíginu við Memphis Grizzlies að nýju eftir sigur í nótt, 116:103, og er staðan í rimmunni 3:2. Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Spurs og Mike Conley 26 stig fyrir Memphis. San Antonio er einum sigri frá undanúrslitum.

Utah er svo sömuleiðis komið í 3:2 gegn Los Angeles Clippers eftir annan sigurinn í röð á heimavelli Clippers í nótt, 96:92. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah og Chris Paul skilaði 28 stigum fyrir Clippers, en Utah er einum sigri frá undanúrslitum.

Úrslit gærkvöldsins í vesturdeildinni:

San Antonio Spurs – Memphis Grizzlies 116:102 (3:2)
Houston Rockets – Oklahoma City Thunder 105:99 (4:1)
Los Angeles Clippers – Utah Jazz 92:96 (2:3)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert