Hefðum getað spilað betri vörn

Hjalti Þór Vilhjálmsson er þjálfari Þórs Akureyrar.
Hjalti Þór Vilhjálmsson er þjálfari Þórs Akureyrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs Akureyrar, segir sína menn hafa getað spilað betri vörn í kvöld er liðið tapaði með 22 stigum gegn Tindastóli, 92:70, í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

„Við hefðum getað spilað betri vörn, þeir tóku tvo spretti í fyrri hálfleik þar sem þeir settu þrjá þrista og svo tvo í röð sem voru of opin skot. Svo hefðum við getað verið aðeins skynsamari sóknarlega séð,“ sagði Hjalti við mbl.is en spurður hvernig honum lítist á næsta leik við Hött sagði Hjalti:

„Bara vel eins og alla leiki sem við förum í. Við förum bara í leikina og gerum okkar besta. Við erum ekkert að spá í hver er næsti andstæðingur, hver er að segja eitthvað um okkur eða spá okkur eitthvað. Við gerum bara okkar besta,“ sagði Hjalti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert