Blake átti góðan leik í sigri Clippers

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, finnur leið fram hjá …
Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, finnur leið fram hjá Lonzo Ball, leikmanni Los Angeles Lakers, í leik liðanna í nótt. AFP

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt. Los Angeles Clippers hafði betur, 108:82, í leik sínum gegn Los Angeles Lakers, Toronto Raptos lagði Chicago Bulls að velli, 117:100, og Oklahoma City Thunder bar sigurorð af New York Knicks, 105:84.

Blake Griffin var stigahæstur í liði Los Angeles Clippers í sigrinum gegn Los Angeles Lakers með 29 stig. DeAndre Jordan lagði einnig sín lóð á vogarskálina fyrir Los Angeles Clippers, en hann tók 24 fráköst. Brook Lopez var atkvæðamestur í liði Los Angeles Lakers með 20 stig. 

Jonas Valanciunas lagði grunninn að sigri Toronto Raptors gegn Chicago Bulls, en hann skoraði 23 stig og tók þar að auki 15 fráköst. Robin Lopez var stigahæstur í liði Chicago Bulls með 18 stig. 

Russell Westbrook náði tvöfaldri þrennu fyrir Oklahoma City Thunder í sigrinum gegn New York Knicks. Westbrook skoraði 21 stig, tók fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Það var hins vegar Paul George sem var stigahæstur í liði Oklahoma City Thunder með 28 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert