Góð byrjun Breiðabliks heldur áfram

Jeremy Herbert Smith skoraði 29 stig í kvöld.
Jeremy Herbert Smith skoraði 29 stig í kvöld. mbl.is/Golli

Breiðablik trónir á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir 81:68-sigur á Fjölni á heimavelli í kvöld. Blikar hafa unnið alla fjóra leiki sína í deildinni til þessa. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast upp um deild á síðustu leiktíð, en liðið ætlar sér alla leið í vetur. 

Jeremy Smith var stigahæstur hjá Breiðabliki með 29 stig og Snorri Vignisson skoraði 17 stig. Hjá Fjölni var Samuel Prescott með 29 stig og Siggvaldi Eggertsson skoraði 11 stig. Fjölnir hefur unnið tvo og tapað tveimur leikjum til þessa. 

Á Ísafirði hafði Vestri betur gegn FSu, 82:68. Nemanja Knezevic skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Vestra og nafni hans, Nebojsa Knezevic skoraði 19 stig, en þeir eru ekki skyldir. Hjá FSu skoraði Charles Speelman 16 stig og Ari Gylfason 13.  

Vestri er með þrjá sigra og eitt tap en FSu með fjögur töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert