Eins og áratug aftur í tímann

Úr viðureign Hauka og Þórs úr Þorlákshöfn í Schenkerhöllinni í …
Úr viðureign Hauka og Þórs úr Þorlákshöfn í Schenkerhöllinni í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Áður en ég fer að tjá mig um 3. umferð deildarinnar þá get ég ekki annað en komið inn á sigur Njarðvíkur B á Skallagrími í bikarnum. Mér leið eins og ég væri kominn aftur um áratug þegar ég skoðaði tölfræðina.

Leikmannahópur liðsins er samansafn af leikmönnum sem kunna körfubolta þrátt fyrir að vera komnir af léttasta skeiðinu. Þá eru ófáir landsleikirnir hjá mönnum eins og Magnúsi Gunnarssyni, Gunnari Einarssyni, Arnari Frey Jónssyni, Páli Axeli Vilbergssyni og Páli Kristinssyni.

Magnús var sínum gömlu félögum erfiður í leiknum en sá sem stal athyglinni var hinn síungi Páll Kristinsson, sem er á fimmtugsaldri. Það að vinna efsta lið 1. deildar sýnir að það er ekkert þægilegt að mæta þessu B-liði. Það eru Haukar sem mæta næst í Ljónagryfjuna og verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar selji sig enn dýrara og tefli fram Bandaríkjamanni í þeim leik og freisti þess að komast enn lengra.

Sjá umfjöllun körfuboltasérfræðingsins Benedikts Guðmundssonar  í heild í iþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert