Við erum ekkert hættir

Björn Kristjánsson spilaði með Njarðvíkingum síðasta vetur og skipti svo yfir í KR fyrir þetta tímabil. Björn var fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld þegar hann skoraði 15 stig og stýrði leik KR af mikill festu í 87:68-sigri í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta.

Björn sagði sína menn hafa verið vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Njarðvík og farið var vel yfir allar aðgerðir andstæðinganna um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert