Sólrún Inga bætti skólamet í Georgíu

Sólrún Inga Gísladóttir í leik með Haukum.
Sólrún Inga Gísladóttir í leik með Haukum. Ljósmynd/Stella Andrea

Körfuboltakonan Sólrún Inga Gísladóttir fór á kostum í 95:70-sigri Costal Georgia á Keiser í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í gær. Sólrún skoraði 27 stig og gerði níu þriggja stiga körfur. 

Sólrún sló skólamet með þristunum níu, en enginn hafði skorað fleiri en átta þriggja stiga körfur fyrir skólann þar til í leiknum í gær. Sólrún hefur spilað vel með Coastal Georgia í vetur og er hún með 12,1 stig að meðaltali í leik og 40% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. 

Hún gerði sjálf átta þriggja stiga körfur 4. desember síðastliðinn og er ljóst að hún er baneitruð þegar hún er í stuði. Sólrún og stöllur hafa unnið þrjá leiki í röð og alls 13 af 18 leikjum sínum á leiktíðinni. 

Sólrún er 21 árs gömul og á að baki fimm tímabil með Haukum í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert