Ákveðinn áfangi fyrir ÍR

KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson. Meiðsli lykilmanna er áhyggjuefni fyrir KR-inga …
KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson. Meiðsli lykilmanna er áhyggjuefni fyrir KR-inga segir Benedikt. Eggert Jóhannesson

Þá er Dominos-deildin hafin aftur eftir magnaða fimm daga bikarhátíð í Höllinni. Maður er hálfpartinn ennþá að jafna sig eftir þessa veislu. Það var margt sem gekk á, bæði neikvætt og jákvætt. Þvílíka partíið sem hefur verið á Króknum aðfaranótt sunnudags. Sauðkrækingar voru að upplifa nánast sömu tilfinningar og einlægu gleðina og þegar fólk eignast sitt fyrsta barn. Loksins kom fyrsti titillinn í Skagafjörðinn. Eina sem getur hugsanlega toppað þetta fyrir Skagfirðinga er ef snillingurinn Geirmundur Valtýsson myndi vinna Eurovision.

Dramað og ruglið sem kvennalið Skallagríms bauð upp á er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Auðvitað gengur oft á ýmsu bak við tjöldin í blessuðum boltanum en þarna fór allt fram fyrir opnum tjöldum. Niðurstaðan var síðan að skipt var um þjálfara. Á sama tíma bauð kvennalið Njarðvíkur upp á ekkert nema gleði og baráttu. Liðið spilaði tvo hörkuleiki og skildi allt eftir á gólfinu sem skilaði verðlaunapeningi. Hins vegar virðist Njarðvík vera komið aftur í deildargírinn þar sem stórt tap leit dagsins ljós gegn Helenulausum Haukum. Nýir þjálfarar Njarðvíkur verða að fá stelpurnar í liðinu til að kaupa það að deildin sem nú sé að hefjast sé önnur bikarkeppni. Þvílíkur munur á liðinu í bikar og í deild.

Benedikt Guðmundsson er körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins og í blaðinu í dag fjallar hann ítarlega um 14. umferð Dominos-deildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert