Hópurinn sem mætir Finnum klár

Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson eru báðir í hópnum.
Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson eru báðir í hópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Finnlandi í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfubolta sem fram fer árið 2019. 

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er reynsluminnsti leikmaður hópsins með fimm landsleiki, en þeir komu allir á Smáþjóðaleikunum í San Marínó á síðasta ári. Níu af leikmönnunum tólf voru með íslenska liðinu á EM í Finnlandi. 

Hópinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 
Martin Hermannsson - Chalon Reims
Jakob Örn Sigurðarson - Boras
Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll
Hlynur Bæringsson - Stjarnan
Jón Arnór Stefánsson - KR
Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík
Logi Gunnarsson - Njarðvík
Pavel Ermolinskij - KR
Kristófer Acox - KR
Ólafur Ólafsson - Grindavík
Haukur Helgi Pálsson - Cholet
Tryggvi Snær Hlinason - Valencia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert