Blikar standa vel að vígi

Chris Woods var stigahæstur Blika í kvöld. Hér reynir Vestramaðurinn …
Chris Woods var stigahæstur Blika í kvöld. Hér reynir Vestramaðurinn Nebojsa Knezevic að verjast honum. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik er komið í afar góða stöðu í undanúrslitum umspilsins um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Vestra, 72:66, á Ísafirði í kvöld.

Staðan er þar með 2:0 fyrir Blika sem geta tryggt sér sigur í einvíginu á sínum heimavelli í Kópavogi á fimmtudagskvöldið.

Gangur leiksins:: 2:4, 11:6, 16:8, 19:10, 21:14, 25:18, 30:25, 40:27, 46:35, 46:41, 49:45, 51:52, 56:52, 59:56, 66:61, 66:72.

Vestri: Ágúst Angantýsson 20/14 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 18/5 fráköst, Nebojsa Knezevic 13/13 fráköst/6 stoðsendingar, Nökkvi Harðarson 8/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Christopher Woods 22/15 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 18/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 13/6 fráköst, Snorri Vignisson 9/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 6, Jeremy Herbert Smith 4.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Sigurbaldur Frimannsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert