Fjölnir í úrslitaeinvígið

Fjölnir leikur til úrslita um sæti í efstu deild.
Fjölnir leikur til úrslita um sæti í efstu deild. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölniskonur eru komnar í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta eftir 67:52-sigur á Þór Ak. fyrir norðan í dag. Fjölnir náði forystunni strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Fjölnir vinnur einvígið 3:1, eftir að Þór minnkaði muninn í 2:1 með sigri í síðasta leik. 

Berglind Karen Ingvarsdóttir átti afar góðan leik fyrir Fjölni og skoraði 20 stig og tók auk þess 10 fráköst. Aníka Linda Hjálmarsdóttir bætti við 11 stigum. Hrefna Ottósdóttir og Heiða Hlín Björnsdóttir voru stigahæstar hjá Þór með 15 stig hvor. 

Þór mættir annað hvort KR eða Grindavík í úrslitum, en deildarmeistarar KR fara í úrslit með sigri á heimavelli á morgun. 

Þór Ak. - Fjölnir 52:67

Síðuskóli, 1. deild kvenna, 23. mars 2018.

Gangur leiksins:: 0:2, 2:4, 7:10, 7:12, 12:16, 17:23, 21:29, 25:31, 25:33, 30:38, 34:42, 39:48, 41:54, 48:57, 51:62, 52:67.

Þór Ak.: Heiða Hlín Björnsdóttir 15/6 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristín Halla Eiríksdóttir 12/11 fráköst, Gréta Rún Árnadóttir 7/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 4 í sókn.

Fjölnir: Berglind Karen Ingvarsdóttir 20/10 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 11/7 fráköst/7 varin skot, McCalle Feller 10/5 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 9/4 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 6/5 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 4/10 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3/5 fráköst, Rakel Linda Þorkelsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Friðrik Árnason, Sveinn Bjornsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert