Of stór fyrir deildina

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Haraldur Jónasson/Hari

Lokaúrslitin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik hefjast í kvöld þegar Haukar taka á móti Val. Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa Haukar unnið þrjá leiki og Valur einn. Margir leikmenn liðanna hafa spilað með A-landsliði Íslands, auk þess hafa liðin á að skipa sterkum erlendum leikmönnum. Framundan er mjög áhugaverð rimma milli þessara tveggja sterku liða. Haukar sópuðu út Skallagrími mjög örugglega, 3:0, og á meðan Valur sendi Keflavík í sumarfrí, 3:1.

Þó svo að liðin tefli fram af mörgum bestu leikmönnum deildarinnar eins og áður kom fram þá er það einn sem stendur upp úr. Helena Sverrisdóttir ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deildinni og er að mínu mati nokkrum númerum of stór fyrir íslensku deildina. Hún ætti að vera að spila með einhverjum af bestu liðum Evrópu og gera það gott. Með Haukum er hún nálægt því að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Hún skorar, tekur fráköst og matar samherja sína með hverri stoðsendingunni á eftir annarri. Hún gæti verið að skora meira en hún er alltaf að leita af samherja og gerir liðsfélaga sína betri inn á vellinum.

Whitney Frazier hefur síðan smellpassað inn í liðið og spilað virkilega vel. Þrátt fyrir að vera afgerandi góð þá er hún líka óeigingjörn og spilar þann liðsbolta sem Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, leggur upp með.

Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafréttamaður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir liðin tvö sem leika um Íslandsmeistaratitil kvenna, Hauka og Val.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert