Fáum við loks spennuleik?

Pétur Rúnar Birgisson átti frábæran leik í Frostaskjólinu á sunnudaginn.
Pétur Rúnar Birgisson átti frábæran leik í Frostaskjólinu á sunnudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bikarmeistarar Tindastóls og Íslandsmeistarar KR mætast í þriðja úrslitaleiknum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Suðárkróki í kvöld.

Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 1:1. KR vann fyrsta leikinn á Suðárkróki, 75:54, en Stólarnir svöruðu fyrir sig með því að vinna 28 stiga sigur í Frostaskjólinu í öðrum leiknum, 90:78.

Stólarnir léku á Antonio Hesters í öðrum leiknum á sunnudaginn og ríkir óvissa með þátttöku hans í kvöld sem og Hannesar Inga Mássonar að því er fram kemur í frétt á karfan.is. Báðir glíma þeir við meiðsli í ökkla og verða þeir metnir af sjúkraþjálfurum Tindastóls síðar í dag.

Fjórði úrslitaleikur liðanna verður í DHL-höllinni í Frostaskjólinu á laugardagskvöldið og sigurliðin úr leiknum í kvöld getur þá tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert