U20 tapaði gegn Dönum

Thelma Dís Ágústsdóttir var stigahæst í dag.
Thelma Dís Ágústsdóttir var stigahæst í dag. Ljósmynd/Fiba

Ísland beið lægri hlut gegn Dönum, 74:56, í leik um 11. sætið á EM U20 ára landsliða kvenna í körfuknattleik í dag en mótið fór fram í Oradea í Rúmeníu. Ísland vann danska liðið í riðlakeppni keppninnar 59:57 og áttu þær dönsku því harma að hefna.

Thelma Ágústsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland og var með 14 stig og 13 fráköst. Dagbjört Karlsdóttir var einnig með 14 stig.

Mótinu lauk í dag og voru það Tékkar sem báru sigur úr býtum eftir sigur á Hvít-Rússum í úrslitaleik í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert