Ægir til liðs við Stjörnuna

Ægir Þór Steinarsson í Stjörnubúningnum í dag.
Ægir Þór Steinarsson í Stjörnubúningnum í dag. mbl.is/Guðjón

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við Stjörnuna í Garðabæ en þetta er tilkynnt á fréttamannafundi Stjörnunnar sem nú er að hefjast. Hann samdi við félagið til tveggja ára.

Ægir, sem er 27 ára gamall bakvörður, snýr þar með heim eftir að hafa  spilað með þremur liðum á Spáni undanfarin tvö ár, Huesca, San Pablo og síðast með Castelló. Hann lék með KR tímabilið 2015-2016 og varð Íslandsmeistari með liðinu sem spilaði árin þar á undan með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Ægir er annars uppalinn Fjölnismaður og lék með Grafarvogsliðinu til 2012.

Ægir hefur leikið með landsliði Íslands frá árinu 2012 og á 55 landsleiki að baki. Hann lék með Íslandi í lokakeppni EM 2015 og aftur 2017.

Ægir Þór Steinarsson í leik Íslands og Frakklands á EM …
Ægir Þór Steinarsson í leik Íslands og Frakklands á EM í Finnlandi síðasta haust. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert