Stórleikir hjá Helenu í Evrópukeppni

Helena Sverrisdóttir leikur í Ungverjalandi í vetur.
Helena Sverrisdóttir leikur í Ungverjalandi í vetur. mbl.is/Hari

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, mætir nokkrum af sterkari liðum Evrópu í Evrópubikar kvenna í vetur en hún gekk í vor til liðs við Ceglédi frá Ungverjalandi.

Ceglédi fer beint í riðlakeppni Evrópubikarsins og mætir þar frönsku liðunum BLMA Montpellier og Lyon Asvel og þýska liðinu Rutronik Stars Keltern í I-riðli. Leikið er heima og heiman og riðlakeppnin byrjar 25. október.

Lið Helenu endaði í sjötta sæti ungversku 1. deildarinnar síðasta vetur, féll út í átta liða úrslitunum um meistaratitilinn en hafnaði að lokum í fimmta sæti.

Lyon endaði í 5. sæti í frönsku A-deildinni og Montpellier í 7. sæti. Keltern varð þýskur meistari síðasta vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka