Boston skákaði toppliðinu

Kyrie Irving átti stórleik gegn toppliðinu.
Kyrie Irving átti stórleik gegn toppliðinu. AFP

Boston vann dýrmætan sigur í toppbaráttunni í austurdeild NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt er liðið hafði betur gegn toppliði Toronto, 123:116, í framlengdum leik.

Það var boðið upp á háspennuleik í Boston í nótt þar sem lengi vel virtist ómögulegt að skilja liðin að. Kyrie Irving átti stórleik fyrir heimamenn, skoraði 43 stig og gaf 11 fráköst er heimamenn knúðu framlengingu undir lok leiks. Þar unnu þeir sjö stiga sigur og eru nú í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki en stutt er á milli efstu liða.

Þá sneri Milwaukee taflinu við gegn Chicago eftir að hafa verið 18 stigum undir í hálfleik og var fátt sem benti til þess að heimamenn gætu komið til baka, þangað til þeir skoruðu ein 46 stig í þriðja leikhlutanum einum og sér og unnu að lokum 19 stiga sigur. Eric Bledsoe var stigahæstur Milwaukee-manna með 25 stig en þeir Khris Middleton og Giannis Antetokounmpo skoruðu 23 stig hvor.

Úrslitin
Boston Celtics - Toronto Raptors 123:116
Indiana Pacers - Miami Heat 99:91
Philadelphia 76ers - Utah Jazz 113:107
Washington Wizards - Brooklyn Nets 104:115
Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 112:104
Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 112:96
New Orleans Pelicans - New York Knicks 129:124
Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 123:104

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert