Njarðvík upp í annað sætið

Njarðvík fór upp í annað sætið í kvöld.
Njarðvík fór upp í annað sætið í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Njarðvík er komin upp í annað sætið í 1. deild kvenna í körfubolta eftir 73:63-sigur á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR var með 33:32-forystu í hálfleik en Njarðvíkingar voru sterkari í síðari hálfleik. 

Vilborg Jónsdóttir átti afbragðsleik fyrir Njarðvík og skoraði 27 stig og tók 10 fráköst og Eva María Lúðvíksdóttir skoraði 14 stig. Birna Eiríksdóttir var stigahæst hjá ÍR með 24 stig og tók hún einnig 13 fráköst. 

Með sigrinum fór Njarðvík upp í tólf stig og upp fyrir Grindavík í öðru sæti. Fjölnir er í toppsætinu með 14 stig. 

Njarðvík - ÍR 73:63

Ljónagryfjan, 1. deild kvenna, 18. desember 2018.

Gangur leiksins:: 5:2, 7:4, 12:9, 13:14, 17:17, 22:23, 24:30, 32:33, 39:38, 44:42, 52:46, 60:50, 65:52, 67:56, 67:59, 73:63.

Njarðvík: Vilborg Jónsdóttir 27/10 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 14/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 10/7 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 7/6 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5, Helena Rafnsdóttir 5/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Birna Eiríksdóttir 24/13 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 14/7 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 9/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 8, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 3, Sigríður Antonsdóttir 2, Bylgja Sif Jónsdóttir 2/7 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 1/13 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Guðmundur Ragnar Björnsson, Kristinn Rafn Sveinsson.

Áhorfendur: 52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert