Gunnar yfirgefur Oviedo

Gunnar Ólafsson er farinn frá Oviedo.
Gunnar Ólafsson er farinn frá Oviedo. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuboltamaðurinn Gunnar Ólafsson er farinn frá spænska félaginu Oviedo. Gunnar gekk til liðs við Oviedo fyrir tímabilið og skoraði 3 stig, gaf 0,5 stoðsendingar og tók 0,5 fráköst að meðaltali í átta leikjum í spænsku B-deildinni. 

Félagið rifti samningi sínum við Gunnar, sem og Bandaríkjamanninn Tre Coggins. Oviedo er í 16. sæti af 18 liðum í spænsku B-deildinni. 

Gunnar lék með Keflavík á síðustu leiktíð, en er uppalinn hjá Fjölni. Þá lék hann með St. Francis-háskólanum frá 2014 til 2018. 

Gunnar getur ekki spilað hér á landi fyrr en á næsta ári, þar sem fresturinn til að ganga frá félagsskiptum hér á landi rann út fyrr í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert