Meisturunum spáð fjórða sæti og ÍR falli

Keflavík verður meistari ef spá félaganna gengur eftir.
Keflavík verður meistari ef spá félaganna gengur eftir. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík verður deildarmeistari karla í körfubolta samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og stjórnarmanna Subway-deildar karla. Keflavík fékk 402 stig í spánni, 39 stigum meira en Tindastóll sem var spáð öðru sæti.

Njarðvík, sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð, er spáð þriðja sæti og Íslandsmeisturum Vals er spáð því fjórða. Þar á eftir koma Þór frá Þorlákshöfn, Stjarnan, Breiðablik og Haukar og ná þau sæti í úrslitakeppninni samkvæmt spánni.

Grindavík og KR er spáð níunda og tíunda sæti á meðan Hetti og ÍR er spáð falli úr deildinni.

Þeim er einnig spáð falli af fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaspánni verður Tindastóll deildarmeistari og Keflavík í öðru sæti. Þar á eftir koma Valur og Njarðvík. Stjarnan, Þór frá Þorlákshöfn, Breiðablik og Grindavík komast í úrslitakeppnina, en Haukar og KR ekki að mati fjölmiðla.

Álftanesi er spáð sigri í 1. deild karla og Fjölni öðru sæti. Þar á eftir koma Hamar, Selfoss, Sindri og Skallagrímur. Spárnar má sjá hér fyrir neðan.

Spáin fyrir Subway-deildina.
Spáin fyrir Subway-deildina. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert