Sannfærandi sigur Blika í Grindavík

Clayton Ladine var drjúgur fyrir Breiðablik.
Clayton Ladine var drjúgur fyrir Breiðablik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik fór upp að hlið Vals og Keflavíkur á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með sannfærandi 122:93-útisigri á Grindavík í kvöld.

Breiðablik lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik, því staðan í leikhléi var 68:44. Grindavík var ekki líkleg til að jafna í seinni hálfleik.

Clayton Ladine og Jeremy Smith skoruðu 21 stig hvor í jöfnu liði Breiðabliks og Everage Richardson bætti við 20 stigum. Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík.

Keflavík, Valur og Breiðablik eru jöfn á toppnum með 14 stig hvert. Grindavík er í áttunda sæti og í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Gangur leiksins:: 2:12, 6:17, 17:27, 22:33, 25:40, 31:50, 37:59, 44:68, 53:70, 60:77, 64:85, 71:87, 75:93, 79:105, 85:113, 93:122.

Grindavík : Ólafur Ólafsson 16/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bragi Guðmundsson 15/10 fráköst, Damier Erik Pitts 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 12/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 11, Nökkvi Már Nökkvason 9, Kristófer Breki Gylfason 8, Magnús Engill Valgeirsson 5, Valdas Vasylius 4/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 21/5 fráköst, Clayton Riggs Ladine 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 16/11 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Sölvi Ólason 14, Danero Thomas 14/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10, Sigurður Pétursson 3, Aron Elvar Dagsson 2, Veigar Elí Grétarsson 1.

Fráköst: 38 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 190

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert