Stjarnan upp fyrir Íslandsmeistarana

Júlíus Orri Ágústsson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna.
Júlíus Orri Ágústsson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann nauðsynlegan sigur á Grindavík, 91:90, þegar liðin öttu kappi í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Garðabæ í kvöld.

Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir Tindastól og í áttunda sætið, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistara titilinn. Bæði lið eru með 20 stig fyrir lokaumferðina í næstu viku.

Grindavík var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og er í þriðja sæti með 28 stig.

Eins og lokatölurnar bera vitni um var leikurinn æsispennandi frá upphafi til enda en að lokum var það Stjarnan sem hafði betur með allra minnsta mun.

Júlíus Orri Ágústsson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 19 stig. James Ellisor og Ægir Þór Steinarsson skoruðu 16 stig hvor og sá síðarnefndi tók auk þess sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Stigahæstur í leiknum var Dedrick Basile með 21 stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Deandre Kane bætti við 17 stigum, átta fráköstum og sex stoðsendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert