Hvor nær yfirhöndinni í Reykjanesbæ?

Isabella Ósk Sigurðardóttir sækir að körfu Keflavíkur. Sara Rún Hinriksdóttir …
Isabella Ósk Sigurðardóttir sækir að körfu Keflavíkur. Sara Rún Hinriksdóttir er lengst til vinstri. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti úrslitaleikur Suðurnesjaliðanna Keflavíkur og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik fer fram í húsi Keflavíkur klukkan 20:15 í kvöld.

Deildarmeistarar Keflavíkur unnu Stjörnuna 3:2 í hörkueinvígi í undanúrslitum en Njarðvík fór nokkuð létt með Grindavík, 3:0.

Undirbúningur liðanna var því nokkuð ólíkur en Njarðvík fékk tíu daga hvíld á meðan Keflavík fékk aðeins tveggja daga hvíld. Kom það þó nokkuð á óvart en flestir bjuggust við því að Keflavík færi létt með Stjörnuna en Grindavík – Njarðvík yrði aftur á móti háspennueinvígi.

Landsliðskonurnar Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Keflavíkur og Isabella Ósk Sigurðardóttir leikmaður Njarðvíkur tóku undir með almenningi í samtali við Morgunblaðið í gær en sögðu þó að allt gæti gerst í úrslitakeppninni.

„Auðvitað segja margir að við höfum spilað undir getu gegn Stjörnunni en við mættum afar flottum stelpum. Við gerðum fullt af mistökum og spiluðum stundum þeirra körfubolta. Ég er fyrst og fremst ánægð með að hafa komist í gegnum þetta,“ sagði Sara og bætti við að hún hefði búist við meiru frá Grindavík í einvíginu gegn Njarðvík en að allt gæti gerst í körfubolta.

Ítarlegri umfjöllun um úrslitaeinvígið má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert