Einfalt svar Jókersins: Þeir rústuðu okkur

Nikola Jokic svekktur í nótt.
Nikola Jokic svekktur í nótt. AFP/David Berding

Nikola Jokic, Jókerinn, og liðsfélagar hans í Denver Nuggets máttu þola afhroð gegn Minnesota Timberwolves, 115:70, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Minnesota í nótt. 

Staðan í einvíginu er þar með 3:3 en fjóra sigra þarf til að komast í úrslit Vesturdeildar. Oddaleikur liðanna fer fram næstkomandi sunnudagskvöld. 

Á blaðamannafundi eftir leik var svar Jokic einfalt er hann var spurður hvað hann meinti með því að segja að þeir höfðu tapað stórt. 

„Þeir rústuðu okkur. Við verðum að átta okkur á því og gera betur næst,“ sagði Jokic. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert