Stöðva Valsmenn Kane?

DeAndre Kane hefur farið mikinn í liði Grindavíkur.
DeAndre Kane hefur farið mikinn í liði Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur og Grindavík eigast við í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvigi Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Valsheimilinu á Hlíðarenda í kvöld. 

Staðan í einvíginu er jöfn, 1:1, en Valur vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda, 89:79, en Grindavík svaraði í Smáranum, 93:89. 

DeAndre Kane hefur skorað langmest í liði Grindvíkinga en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og 35 í öðrum. Hjá Val hafa stigin dreifst betur. 

Liðið sem sigrar í kvöld verður einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og því mikið undir. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert