Líklegra en ekki að menn nái saman um nýjar Doha-tillögur

Úr höfuðstöðvum WTO í Genf.
Úr höfuðstöðvum WTO í Genf. Reuters

„Ég heyri á fólki í kringum okkur að menn telja líklegra en ekki að það náist saman, en það er enginn sem getur fullyrt það í dag.“ Þetta sagði Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sem situr fundi í Doha-viðræðunum í Genf fyrir hönd Íslands.

Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunar (WTO) lagði í gærmorgun fram nýjar tillögur sem talið er að verði grundvöllur fyrir samkomulagi. Þær fela meðal annars í sér að lækka yrði ríkisstyrki til landbúnaðar í Evrópu um 80% og í Bandaríkjunum um 70%, og lækkun tolla á innflutning landbúnaðar- og iðnaðarvara. Þau sem helst standa í vegi fyrir samningum eru vaxandi markaðslönd á borð við Indland, Brasilíu og Argentínu, en þau telja sig enn bera skarðan hlut frá borði.

Það sem bar hæst af því sem snýr að Íslandi sagði Sigurgeir vera að svokallaðan framleiðslutengdan innanlandsstuðning bæri að skera niður um 52%. Þá yrði 70% niðurskurður á þeim tollum sem heimilt er að leggja á landbúnaðarafurðir sem jafnframt eru framleiddar á Íslandi. Hins vegar verður hægt að skilgreina 6% af vöruflokkum sem viðkvæmar vörur sem aðeins þyrfti að lækka tolla á um 23-46%. Á móti þessu kæmi þó að vörumagni sem svarar 3,5-5% af innanlandsneyslu tiltekinnar viðkvæmrar vöru þyrfti að úthluta árlega til innflutnings á slíkri vöru á mun lægri tollum.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði samkomulagið myndu kalla á endurmat á stuðningskerfi við landbúnaðinn.

Ef niðurstöður Doha-viðræðanna verða eins og leit út fyrir í gær þarf að skera framleiðslutengda landbúnaðarstyrki niður um 52%. Þá yrði 70% niðurskurður á tollheimildum á landbúnaðarafurðum. Á 6% af vöruflokkum þyrfti þó aðeins að lækka tolla um 23-46%. Á móti kæmi að vörumagni sem svarar 3,5-5% af innanlandsneyslu þessara vöruflokka þyrfti að úthluta árlega til innflutnings á slíkri vöru á lægri tollum.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK