Verðlítil skuldabréf í peningamarkaðssjóðum

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stór hluti skuldabréfa í peningamarkaðssjóði Spron útgefinn af fyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir. Milestone skuldaði sjóðnum til að mynda um 2,5 milljarða króna, Samson rúman milljarð króna og Exista um 670 milljónir króna.

Staða Exista og Milestone er í dag mjög erfið og Samson er þegar gjaldþrota. Auk þess voru bréf frá Landic Properties upp á einn og hálfan milljarð króna í sjóðnum, en Landic er í eigu Stoða sem eru í greiðslustöðvun.

Sömu bréf í hinum sjóðunum

Spron keypti upp öll bréf í peningamarkaðssjóði sínum og greiddi sjóðsfélögum úr honum í síðustu viku. Sjóðsfélagarnir fengu greidd 85,5 prósent af því sem þeir áttu í honum fyrir lokun sjóðanna í byrjun október. Því er ljóst að Spron hefur þurft að kaupa bréfin á háu verði.

Forsvarsmenn Spron verðbréfa vildu ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær.

Enginn hinna nýstofnuðu ríkisbanka vill gefa upp sundurliðun á því hverjir útgefendur skuldabréfa í peningamarkaðssjóðum þeirra eru. Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir séu að mestu leyti sömu aðilar og voru með bréf í sjóði Spron auk bréfa frá bönkunum sjálfum. Skuldabréf Kaupþings, Glitnis og Landsbanka eru að mestu talin verðlaus. Ríkisbankarnir keyptu öll bréf út úr sínum sjóðum áður en greitt var út úr þeim fyrir skemmstu. Til þess notuðu þeir meðal annars hluta af því eigin fé sem ríkið lagði þeim til við stofnun þeirra.

Smærri fjármálafyrirtæki sem ráku peningamarkaðssjóði hafa ekki notið sambærilegrar fyrirgreiðslu og ríkisbankarnir neita að kaupa út bréf úr þeirra sjóðum á sama verði. Þrátt fyrir það segja ríkisbankarnir að uppkaupin á bréfunum hafi farið fram á viðskiptalegum forsendum og að þau hafi verið ákvörðun þeirra sjálfra, ekki stjórnvalda.

Ráðherrar vildu uppkaup

Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að bréf Stoða hefðu verið keypt út úr verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum Glitnis í lok september eftir samþykki Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Bæði Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrv. stjórnarformaður Glitnis, og Sigurður G. Guðjónsson, fyrrv. stjórnarmaður í Glitni, staðfestu það.

Smærri fjármálafyrirtækin telja að um hreinan og kláran ríkisstyrk sé að ræða þegar bréf eru keypt út úr sjóðunum með ríkisfé. Heimildir Morgunblaðsins herma að þau íhugi að fara með málið fyrir samkeppnisyfirvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK