Rík tengsl við fyrri stjórn Byrs

Jón Þorsteinn Jónsson.
Jón Þorsteinn Jónsson.

Rík tengsl eru á milli Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs, og B-listans svokallaða sem fór með sigur af hólmi á aðalfundinum hinn 13. maí.

Jón Kr. Sólnes, nýr stjórnarformaður Byrs og fulltrúi B-lista, hefur prókúruumboð og er framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Njarðarness ehf. en Jón Þorsteinn situr í stjórn þess félags. Matthías Björnsson, sem var kjörinn í stjórn fyrir B-lista situr í stjórnum fyrirtækjanna Kredit ehf. og Sector-Debet ehf. ásamt Þóri Erni Ólafssyni, en Þórir Örn á ásamt Jóni Þorsteini eignarhaldsfélagið Korngarða ehf.

Jón Þorsteinn lét af störfum sem stjórnarformaður í mars síðastliðnum þar sem félög nátengd honum áttu í samningaviðræðum við lánardrottna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK