Íslendingar í málaferlum í Milwaukee

Húsið sem verið er að reisa í Milwaukee.
Húsið sem verið er að reisa í Milwaukee.

Íslenskt félag, í eigu Milestone, sem fjárfest hefur í byggingarverkefni í miðborg Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum, hefur óskað eftir því að dómari þar í borg skipi tilsjónarmann sem yfirtaki og ljúki við verkefnið.

Fram kemur í fjölmiðlum í Wisconsin að SJ Properties Suites BuyCo ehf. sem skráð er á Íslandi, hafi óskað eftir ígildi greiðslustöðvunar. BuyCo er til húsa í Kringlunni 5, höfuðstöðvum Sjóvár. 

Í dómsskjölum, sem vitnað er til, segist BuyCo hafa ásamt fjárfestingarbankanum Askar Capital hafa lagt fram 17,4 milljónir dala til verkefnisins, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Askar Capital var í eigu Milestone en kröfuhafar hafa nú eignast bankann.

BuyCo stofnaði félag ásamt fleiri fjárfestum um verkefnið í  Milwaukee  þar sem stendur til að reisa 14 hæða byggingu með hóteli, íbúðum og verslunarsvæði. Framkvæmdir hafa legið niðri undanfarna mánuði og eina starfsemin í húsinu er skyndibitastaður. 

BuyCo stofnaði félag um framkvæmdina í nóvember 2006. Tveimur árum síðar gekk eitt félagið, Development Opportunity Corp., út úr félaginu vegna fjárhagserfiðleika og taldi sig ekki geta lagt fé til verkefnisins.  Annað félag, Economou, varð gjaldþrota í lok síðasta árs. 

BuyCo höfðaði í kjölfarið mál fyrir bandarískum dómstóli og sagði að   Economou og DOC hefðu notað fé, sem fara átti í verkefnið í  Milwaukee til að fjármagna önnur verkefni sem þau höfðu með höndum. 

Þá hafa 14 undirverktakar höfðað innheimtumál vegna samtals 3,45 milljóna dala krafna vegna vinnu við bygginguna.  Það eykur enn á vandamálin, að viðskiptabanki verkefnisins, Silverton Bank, er sjálfur í greiðslustöðvun.

Í málsskjölunum, sem vitnað er til, segir að Askar og BuyCo kunni að vera reiðubúin að leggja til aukið fjármagn til að ljúka verkefninu og hafi fundið nýjan samstarfsaðila.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK