111 milljarða lækkun það sem af er ári

Markaðsverðmæti skráðra fyrirtækja lækkaði um 111 milljarða á fyrsta ársfjórðungi.
Markaðsverðmæti skráðra fyrirtækja lækkaði um 111 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Ljósmynd/Aðsend

Markaðsverðmæti skráðra fyrirtækja lækkaði um rúma 111 milljarða króna á Aðallista Kauphallarinnar á fyrsta fjórðungi þessa árs. Segja má að stór hluti þeirrar hækkunar sem átti sér stað á síðustu sex vikum síðasta árs, eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða yfirtöku á Marel, hafi gengið til baka á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Eins og sjá má á töflunni hér til hliðar eru það helst fimm félög sem bera meginþungann af lækkandi markaðsvirði; Kvika, Eimskip, Síldarvinnslan, Íslandsbanki og Arion – en markaðsvirði þessara félaga lækkaði um tæpa 100 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi.

Þá hefur markaðsvirði Brims lækkað um tæpa 13 milljarða króna og virði Icelandair um rúma 11 milljarða frá áramótum. Það sem af er ári hefur markaðsvirði bankanna þriggja sem skráðir eru á markað lækkað um rúma 56 milljarða króna, og sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja lækkað um rúma 36 milljarða króna.

Graf/mbl.is

Ölgerðin x2

Gengi bréfa í Ölgerðinni hefur hækkað mest það sem af er ári, eða um 16,1%. Félagið fylgir þannig eftir rúmlega 46% hækkun í fyrra en frá því að félagið var skráð á markað sumarið 2022 hefur gengi bréfa hækkað um 99%, og þannig nær tvöfaldast.

Þegar horft er til gengis bréfa koma fyrirtækin sem allra augu eru á þessa dagana, Alvotech og Amaroq Minerals. Gengi bréfa í Amaroq hefur hækkað um 12,5% á árinu og markaðsvirði félagsins hefur aukist um tæpa fimm milljarða (en 12,5 ma.kr. ef tekið er tillit til hlutafjáraukningar á árinu). Markaðsvirði félagsins er í dag um 44 milljarðar króna. Amaroq hækkaði um 53% í fyrra, en mesta hækkunin kom til eftir að félagið flutti sig af First North-markaðinum yfir á Aðalmarkað.

Frá því að Amaroq var skráð á First North-markaðinn undir lok árs 2022 hefur gengi bréfa í félaginu hækkað um 112%.

Nánar er fjallað um stöðu og þróun hlutabréfamarkaðarins í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK