Lán til Jötuns að fullu greidd

Jötunn Holding var í lykilhlutverki í valdabaráttu um Glitni banka …
Jötunn Holding var í lykilhlutverki í valdabaráttu um Glitni banka á vordögum 2007. mbl.is/Frikki

Jötunn Holding greiddi upp allar skuldir við sinn helsta lánveitanda, Kaupþing banka. Því mun hvorki Nýi Kaupþing né skilanefnd Kaupþings þurfa að afskrifa neitt vegna lána til félagsins, að sögn Stefáns H. Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Jötuns Holding og fyrrverandi fjármálastjóra Baugs.

Eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag fékk Jötunn Holding, sem var í eigu Baugs Group, Fons og skoska kaupsýslumannsins Toms Hunters, rúmlega 17,1 milljarð króna að láni til að fjárfesta í hlutabréfum í Glitni en félagið gegndi lykilhlutverki í valdabaráttu í bankanum á vordögum 2007. Tap Jötuns vegna rekstrarársins 2007 nam 7,2 milljörðum króna samkvæmt ársreikningi en félagið skuldaði 23,3 milljarða í lok ársins. Þar af var 17,1 milljarður króna vegna láns frá Kaupþingi.

Hinn 30. apríl 2008 samþykkti stjórn FL Group að afskrá félagið af markaði. Eigendur 87 prósenta hlutafjár samþykktu að vera áfram í félaginu. Þeir sem áttu þau 13 prósent sem eftir voru fengu í staðinn hlutabréf Jötuns í Glitni. Í þessum viðskiptum tapaði Jötunn Holding 8,2 milljörðum króna. Stefán Hilmarsson segir að Jötunn hafi, fyrir milligöngu Kaupþings, selt FL Group öll hlutabréf sín í Glitni. Hann segir að söluandvirðið hafi verið notað til að gera upp við Kaupþing. FL Group hafi síðan skipt á þeim bréfum við hluthafa sem ekki samþykktu að afskrá FL Group af markaði og fengið í staðinn eigin bréf.

Lögðu fram 20 prósent eigið fé

Að sögn Stefáns þurftu hluthafar Jötuns Holding að leggja fram 20 prósent eigið fé á móti lánum þegar bréfin í Glitni voru keypt. Eftir söluna á hlutabréfunum til FL Group hafi eigið fé sem hluthafarnir lögðu fram verið notað til gera upp eftirstöðvar af lánum frá Kaupþingi.

Að sögn Pálma Haraldssonar lagði Fons fram rúmlega 2,2 milljarða í formi eigin fjár í Jötunn Holding. Hann segir tap sitt af fjárfestingunni nema þeirri upphæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka