SAS varar við uppsögnum út af eldgosinu

Skandínavíska flugfélagið, SAS, varaði við því í kvöld að það myndi jafnvel segja 2.500 starfsmönnum tímabundið á mánudag ef áfram þarf að fresta flugi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Um er að ræða lausráðna starfsmenn SAS í Noregi.

Við höfum varað við því að þurfa að segja upp 2.500 starfsmönnum í Noregi tímabundið frá og með mánudegi ef áfram þarf að aflýsa flugi vegna ösku frá eldgosinu, sagði talsmaður SAS, Elisabeth Manzy, í samtali við AFP fréttastofuna í kvöld.

Eru það einungis starfsmenn SAS í Noregi sem hafa fengið slíka viðvörun þar sem lög í Noregi krefjast þess að lausráðnir starfsmenn fái tveggja daga fyrirvara a slíkum uppsögnum. En starfsmenn í Danmörku og í Svíþjóð eiga hið sama einnig yfir höfði sér ef ekki verður hægt að fljúga á mánudag.

BBC fjallar um martröð evrópskra flugfélaga - eldgosið í Eyjafjallajökli

SAS er byrjað að vara starfsmenn við því að þeir …
SAS er byrjað að vara starfsmenn við því að þeir geti misst vinnuna vegna eldgossins Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK