Tekist á um Volcker-regluna

Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. CHIP EAST

Hörð átök standa nú yfir á Bandaríkjaþingi um Volcker-regluna svonefndu að sögn Evrópuvaktarinnar.

Á sama tíma og að fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings vinna hörðum höndum að lokaútgáfu lagafrumvarps um hertari reglur á fjármálamörkuðum gætir aukinnar spennu vegna Volcker-reglunnar svokölluðu. Reglan, sem kennd er við Paul Volcker fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, kveður á um í stuttu máli að bankar og fjármálastofnanir sem taka við innlánum megi ekki stunda eigin viðskipti á markaði.

Ljóst er að reglan mun takmarka hagnaðarmöguleika fjármálafyrirtækja. En Volcker, sem er einn efnahagsráðgjafa Barack Obama forseta, setti hana fram á sínum til þess að takmarka möguleika fjármálafyrirtækja til þess að stunda áhættusöm viðskipti á grunni innlánasafns þeirra. Verði reglan að lögum mun hún jafnframt takmarka aðkomu innlánastofnanna að vogunarsjóðum og einkafjárfestingafélögum. Margir telja að afnám á reglum sem hömluðu slíkt rétt fyrir síðustu aldamót hafi meðal annars stuðlað að þeirri áhættusækni sem einkenndi fjármálamarkaði síðasta áratuginn.

Eins og fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar um málið þá eru allar líkur á því að Bandaríkjaþing muni innleiða reglunar á næstu vikum. Öldungadeildin samþykkti frumvarp sem innihélt regluna á dögunum en þó með þeim fyrirvara að áhrif hennar yrðu rannsökuð í þaula áður en hún tæki gildi. Þó svo að frumvarpið um umbætur á fjármálamörkuðum samþykkti hafi ekki innihaldið Volcker-regluna þá er orðalag þess að sögn Reuters með þeim hætti að hægt verði að beita henni gagnvart fjármálafyrirtækjum sem eru kerfislega mikilvæg.

Nú er unnið að leggja lokahönd á frumvarp sem sameinar fulltrúadeildarfrumvarpið og öldungadeildarfrumvarpið. Eins og fram kemur í frétt Evrópuvaktarinnar þá reyna bankar og aðrir úr

fjármálageiranum sem hafa hagsmuna að gæta nú á að beita áhrifum sínum innan Bandaríkjaþings til að undanþágur frá Volcker-reglunni verði í lokaútgáfu frumvarpsins. Hinsvegar bendir fréttaflutningur Reuter til að stuðningur við regluna sé að aukast innan þingsins og þá sérstaklega meðal fulltrúa demókrata. Fréttastofan hefur eftir þungavigtarmönnum úr þingmannaliði Demókrataflokksins að reglan skipti sköpum fyrir umbætur á fjármálamarkaði og í raun þyrfti að herða ákvæði hennar í lokaútgáfu frumvarpsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK